Algengar spurningar varðandi verkföll

Á heimasíðu BSRB eru teknar helstu spurningar varðandi greiðslur og störf í verkfalli. Ef þú ert óviss á einhverjum atriðum varðandi verkföll þá er gott að skoða þennan lista. Framfarir verða ekki af sjálfu sér og stundum þarf launafólk að grípa til aðgerða til að knýja fram nauðsynlegar og sanngjarnar kjarabætur og launhækkanir. Verkfallsrétturinn er beittasta vopn launafólks í baráttunni fyrir réttláttu launaumhverfi. #sömulaunfyrirsömuvinnu .

Verkfall hefst !

Í morgun hófst verkfall hjá starfsfólki Leikskólans á Kirkjugerði en 18 starfsmenn eru í STAVEY starfsmannafélagi, einnig eru lögð niður störf hjá Árborg, Ölfus, Hveragerði, Kópavogi, Garðabæ,Mosfellsbæ og Hafnarfirði. #sömulaunfyrirsömuvinnu

Þitt atkvæði skiptir miklu máli !

Á hádegi í dag, þriðjudaginn 16. maí hófst atkvæðagreiðsla um enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu STAVEY og 10 annara aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og mun berast félögum í tölvupósti. Samband íslenskra sveitarfélaga neitar enn að verða við þeirri sjálfsögðu kröfu að leiðrétta augljósa mismunun á launum starfsfólks sveitarfélaga sem heyrir undir mismunandi kjarasamninga. Á mannamáli þýðir það að félagar STAVEY eiga að fá að meðaltali 25% lægri launahækkun og Read more…