Verkfall hefur alltaf keðjuverkandi áhrif út í samfélagið eins og sést á þessari frétt frá Tígli.

Það eru 12 kennarar í verkfalli hjá okkur og hefur verkfallið mikil áhrif á nemendur okkar og þeirra fjölskyldur. Hvað varðar starfsemi skólans hefur verkfallið ekki enn aukið álag á kennara þar sem fjöldi nemenda miðast við hversu margir kennarar eru í vinnu. Eins og staðan er núna þá er ein deild hjá okkur alveg lokuð fyrir hádegi þessa vikuna sem verkfallið er og tveir til þrír kennarar eru á hinum deildunum. Kennsla verður ekki eins markviss og á venjulegum skóladegi þar sem að stór hluti nemenda geta ekki mætt í skólann fyrr en kl. 12.00. Þetta er mikið rót fyrir nemendur og erfitt fyrir þau að mæta í skólann á þessum tíma dags“, sagði Eyja í viðtalinu við fréttablaðið Tígul. ( Sjá frétt á tigull.is )

Þegar gripið er til verkfalls er það gert sem síðasta úrræði til þess að ná fram réttlátum kjörum fyrir félagsmenn og slíkar aðgerðir verður að taka alvarlega. STAVEY hvetur félagsmenn til að standa saman og halda velli þar til árangri er náð. #sömulaunfyrirsömuvinnu