Nýr kjarasamningur samþykktur !

Atkvæðagreiðslum um kjarasamning ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á hádegi í dag, mánudaginn 19. júní. Mikill meirihluti samþykkti samninginn hjá þeim ellefu aðildarfélögum BSRB sem samningurinn nær til. Hlutfall félagsmanna sem samþykktu samninginn hjá STAVEY var 95,1% og var hlutfallið um og yfir 90% hjá öðrum aðlidarfélögum. Read more…

Kynning á nýjum kjarasamningum

Kynning á nýjum kjarasamningi verður haldin í Þekkingarsetri Vestmannaeyja þann 15. júní kl 19:30. Þekkingarsetrið er að Ægisgötu 2 og gengið er inn beint á móti Vigtinni. Kynningin verður í kennslustofum VISKU fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér þær úrbætur sem fylgja þessum Read more…

Kjarasamningur undirritaður

Baráttuþrek félagsfólks BSRB skilaði árangri og kjarasamningur hefur loks verið undirritaður við Samband íslenskra sveitarfélaga. Mánaðarlaun hækka að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. eftir að ríkissáttasemjari lagði fram innanhústillögu á fjórða tímanum í nótt. Auk Read more…

Þitt atkvæði skiptir miklu máli !

Á hádegi í dag, þriðjudaginn 16. maí hófst atkvæðagreiðsla um enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu STAVEY og 10 annara aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og mun berast félögum í tölvupósti. Samband íslenskra sveitarfélaga neitar enn að verða við þeirri sjálfsögðu kröfu að leiðrétta augljósa mismunun Read more…