Kynning á nýjum kjarasamningi verður haldin í Þekkingarsetri Vestmannaeyja þann 15. júní kl 19:30. Þekkingarsetrið er að Ægisgötu 2 og gengið er inn beint á móti Vigtinni. Kynningin verður í kennslustofum VISKU fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér þær úrbætur sem fylgja þessum kjarasamningum.
Tilkynningar
Skrifstofa lokuð 3. – 8. ágúst
Ágætu félagsmenn, athugið að skrifstofan er lokuð 3. – 8. ágúst vegna óviðráðanlegra aðstæðna, það er komin Þjóðhátíð enn á ný. Sjáumst hress og kát eftir verslunarmannahelgi. Gleðilega þjóðhátíð 🙂