Kjarasamningur undirritaður

Baráttuþrek félagsfólks BSRB skilaði árangri og kjarasamningur hefur loks verið undirritaður við Samband íslenskra sveitarfélaga. Mánaðarlaun hækka að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. eftir að ríkissáttasemjari lagði fram innanhústillögu á fjórða tímanum í nótt. Auk Read more…

Verkfall hefst !

Í morgun hófst verkfall hjá starfsfólki Leikskólans á Kirkjugerði en 18 starfsmenn eru í STAVEY starfsmannafélagi, einnig eru lögð niður störf hjá Árborg, Ölfus, Hveragerði, Kópavogi, Garðabæ,Mosfellsbæ og Hafnarfirði. #sömulaunfyrirsömuvinnu

Þitt atkvæði skiptir miklu máli !

Á hádegi í dag, þriðjudaginn 16. maí hófst atkvæðagreiðsla um enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu STAVEY og 10 annara aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og mun berast félögum í tölvupósti. Samband íslenskra sveitarfélaga neitar enn að verða við þeirri sjálfsögðu kröfu að leiðrétta augljósa mismunun Read more…