Til hamingju með 1. maí kæru félagsmenn! Í dag fögnum við því sem hefur áunnist með sameiginlegri baráttu: styttri vinnuviku, orlofi, atvinnuöryggi og mannúðlegum starfsskilyrðum. Við minnumst þeirra sem ruddu brautina og horfum bjartsýn fram á veginn.
Í ár eru 85 ár síðan að Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar var stofnað og hefur Unnur Sigmarsdóttir tekið saman ágrip af sögu Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar .
Verkafólk landsins stendur saman – í krafti samstöðu og samvinnu má áfram byggja réttlátara samfélag þar sem allir njóta virðingar fyrir störf sín. Þótt áskoranir blasi við, er 1. maí tækifæri til að gleðjast, styrkja samstöðu og fagna þeim gildum sem gera okkur sterk.
Gleðilegan 1. maí – við eigum daginn saman