Einungis félagsfólk STAVEY stéttarfélags getur fengið styrk úr sjóðnum og þarf það að hafa greitt félagsgjöld í a.m.k. 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum.
Félagsfólk þarf að vera í starfi bæði þegar sótt er um styrk og hann notaður.
Stjórn sjóðsins er heimilt að taka tillit til uppsafnaðra réttinda hjá öðrum sjóðum innan BSRB félaga og annarra eftir atvikum eða sérstökum samningum milli félaga.
Félagsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli getur sótt um styrk vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt félagsgjald í einn mánuð, þó aldrei hærri upphæð en hámarksréttur segir til um.
Félagsfólk í atvinnuleit sem greiðir stéttarfélagsgjöld getur nýtt sér áður áunninn rétt.
Falli greiðslur í sjóðinn niður vegna veikinda, fæðinga/foreldraorlofs eða launalauss leyfis skal meðhöndla þann tíma eins og um greiðslur hafi verið að ræða svo framarlega sem ráðningarsamband sé virkt, skila þarf inn staðfestingu atvinnurekanda á því.
Félagsfólk sem lætur af störfum vegna aldurs eða örorku heldur aðild að sjóðnum í 24 mánuði eftir að greiðslu iðgjalda lýkur.
Sá sjóðsfélagi sem verður atvinnulaus og greiðir gjald til félagsins af atvinnuleysisbótum á rétt á styrk miðað við réttarstöðu hans þegar hann varð atvinnulaus.
Sjóðsfélagi í fæðingarorlofi getur nýtt sér áunninn rétt ef hann hefur valið að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.
Hvaða nám er styrkt
Nám í framhaldsskóla og nám sem eykur almenna starfshæfni til dæmis á sviði tölvutækni, sjálfsstyrkingar og tungumála er styrkhæft óháð starfi, allt að kr. 150.000.
Lífsleikninámskeið (tómstundanámskeið) og starfsréttindanáms án beinnar tengingar við starf, allt að kr. 130.000,- á 12 mánaðar tímabili. Fer eftir umfangi náms/námskeiðs ,aldrei er þó greitt meira en sem nemur 80% af námskostnaði.
Styrkur vegna ökuréttinda og aukinna ökuréttinda, allt að kr. 100.000,-
Hvað er ekki styrkhæft
Uppihald og fæðiskostnaður, ferðir innan borga og sveitarfélaga, bensínkostnaður, launatap og námsgögn.
Námskeiðiskostnaður maka, barna, eða annarra nákominna er ekki styrktur.
Námskeiðskostnaður sem þá þegar hefur verið styrktur úr öðrum sjóði er ekki styrktur.
Hámarksfjárhæð styrkja
Félagsfólk getur að hámarki fengið allt að kr. 150.000,- í styrk á 12 mánaðar tímabili.
Félagsfólk sem ekki hefur nýtt rétt síðustu 36 mánuði á rétt á styrk allt að 300.000,- fyrir eitt samfellt nám/námskeið samkvæmt reglum sjóðsins að uppfylltum skilyrðum 2. gr. úthlutunarreglna þessa.
Hvernig er greitt úr sjóðnum
Sækja skal um á heimasíðu Stavey undir sjóðir og styrkir
Með umsókn þarf að fylgja löglegum reikningi frá skóla, reikningur skal vera á nafni félagsmanns þar sem kemur fram námslýsing nafn og kt. Einnig þarf að fylgja afrit af greiðslu úr heimabanka