Fréttir

Kjaramál

01.07.2019

Samkomulag hefur náðst við Samband íslenskra sveitarfélaga og um framhald kjaraviðræðna. Eins og í samkomulagi sem gert var við ríkið er kveðið á um að launagreiðendur greiði félagsmönnum aðildarfélaga BSRB 105 þúsund króna innágreiðslu þann 1. ágúst næstkomandi.  Upphæðin miðast við fullt starf og fá starfsmenn í hlutastörfum greiðsluna í réttu hlutfalli við starfshlutfall.

Greiðslan er til komin vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga. Í nýjum viðræðuáætlunum kemur fram að stefnt sé að því að ljúka nýjum kjarasamningin fyrir 15. september, en samningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá byrjun apríl.

 

1 mai 2019

29.04.2019

/skrar/1-mai/1-mai-2019-002.JPG

NÝ LAUNATAFLA MIÐUÐ VIÐ LAUNAÞRÓUNARTRYGGINGU

24.04.2019

 

Ný launatafla uppfærð vegna launaþróunartryggingar í apríl 2019, leiðrétting verður afturvirk frá janúar 2019

 

https://www.samband.is/verkefnin/kjara--og-starfsmannamal/kjarasamningar-og-launatoflur/stettarfelog-eftir-launtegasamtokum/bsrb-felog/

Sumar orlof

25.03.2019

Ágætu félagsmenn

Nú fer að styttast í umsóknartímabilið fyrir sumarorlofið það hefst 6. apríl og stendur til 13. apríl, en þá verður úthlutað umsóknum.

24. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær" tímabilið og þá geta félagsmenn pantað beint það sem laust verður eftir úthlutun sumartímabilsins. 

Sumarorlofstímabilið er frá 24. maí til 13. september.

Allar upplýsingar um það sem er í boði er í orlofsblaðinu okkar sem fer í póst í næstu viku. 

Við minnum líka á að hægt er að sækja um orlofshúsið okkar Mosfell, í Torrevieja á Spáni, bara fara inn á orlofsvefinn og ganga frá leigunni, enn eru laus tímabil þar.

F. h. orlofsnefndar Samflots

Guðbjörn Arngrímsson

Tilkynning til FÉLAGSMANNA

20.02.2019

Ágæti félagsmaður STAVEY.

Aðildarfélög Samflots, FOSA, Fos-Vest., SDS, St. Fjallabyggð, St. Fjarðabyggð, STAVEY og St. Húsavíkur, leita nú til félagsmanna sinna með vandaða viðhorfskönnun um kröfur og önnur helstu atriði í komandi kjarasamningum.

Félögin eru að vinna að kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga við sveitarfélög og ríki og mun þitt svar hafa áhrif á þá vinnu.

Einnig er spurt um annað, s.s. líðan í starfi, um starfsumhverfi og launakjör, um afstöðu til stéttarfélags og um sameiningu stéttarfélaga ásamt öðru. Það er fyrirtækið Zenter-rannsóknir sem sér um þessa könnun fyrir okkur og vinnslu úr henni og þátttaka tekur um 7 til 9 mínútur.

Formannaráð Samflots hvetur félagsmenn aðildarfélaganna til að taka þátt í þessari könnun sem verður send innan fárra daga á netfang félagsmanna og hægt er að svara á netinu.

Eftir að könnun lýkur verða dregin út nöfn þriggja svarenda sem fá hver um sig 20 þúsund króna gjafabréf.

Með von um góða þátttöku félagsmanna

Orlofs úthlutanir um Páska og Sumar

18.02.2019

Opnað verður fyrir umsóknir í orlofshús um páskana þann 20 febrúar, kl 12:00 þann 5 apríl verður síðan opnað fyrir sumarið

EINGREIÐSLA 1 febrúar 2019

21.01.2019

EINGREIÐSLUR Á SAMNINGST‘ÍMANUM, sem koma til greiðslu 1.febrúar 2019

Sérstaka eingreiðslu upp á 42.500 kr. greiðist hverjum starfsmanni á samningi  STAVEY við Samband íslenskra sveitarfélaga. Greiðslan er miðuð við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Ríkisstarfsmenn fá sérstaka eingreiðslu upp á 55.000 kr. greiðist hverjum starfsmanni á samningi STAVEY við Ríki

Greiðslan er miðuð við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Desemberuppbót

26.11.2018

Desemberuppbætur fyrir félagsmenn STAVEY

 

Fyrir bæjarstarfsmenn:  Á árinu 2018 kr.  113.000

Desemberuppbót er greidd 1. desember ár hvert Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal h ann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda persónuuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Hlutfall skv. þessari málsgrein er reiknað sem hlutfall af fullri vinnu (100%) í 12 mánuði á almanaksárinu af síðast gildandi persónuuppbót 


Fyrir ríkisstarfsmenn:  Á árinu 2018 kr. 89.000

Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á uppbótina reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. 

Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda uppbót í desember, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.

Félagsmenn athugið

30.07.2018

Félagsmenn athugið skrifstofa félagsins verður lokuð föstudaginn 3 ágúst og mánudaginn 6 ágúst, Gleðilega verslunarmannahelgi

Ath breyttur opnunartími á föstudaginn 8 júní 2018

07.06.2018

Lokað verður frá 10-12 en opið frá 13-15, föstudaginn  8 júní n.k

AÐALFUNDUR

22.05.2018

Aðalfundur STAVEY

Aðalfundur STAVEY verður haldinn miðvikudaginn 30. maí 2018. kl.19.30

í Eldaeyjarsal Goðahrauni

1) Venjuleg aðalfundarstörf

2) Happadrætti

3) Önnur mál

Boðið verður uppá veitingar

  

1. MAÍ

26.04.2018

1. maí verður haldinn hátíðlegur í Alþýðuhúsinu  nú eins og undanfarin ár

með kaffisamsæti og dagskrá í Alþýðuhúsinu.

Dagskrá

Kl. 14.00         Húsið opnar

Kl. 14:30         Baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu

Guðmundur Þ. B. Ólafsson eldri borgari flytur 1. maí ávarpið.

Nemendur Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina.

Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana.

Sendum félagsmönnum okkar hátíðar og baráttukveðjur í tilefni dagsins

 

 

 

 

 

 

Sumarorlofstímabilið opnar í dag þann 6 april 2018

06.04.2018

Sumarorlofstímabilið opnar á dag 6 apríl 2018

Opnað verður fyrir umsóknir á sumartímabilinu þann 6.apríl og úthlutað verður fyrir tímabilið frá 25.maí til 14.september, þann 13.apríl. Allir félagsmenn sem sóttu um fá sendan tölvupóst, hvort sem þeir fengu úthlutun eða ekki. Félagsmenn sem fá úthlutað hafa greiðslufrest til 18.apríl til að tryggja sér úthlutunina. Að öðru leiti fer rétturinn aftur til umsóknar. Vefurinn opnar síðan fyrir ,, Fyrstu kemur, fyrstur fær" þann 20.apríl.

Orlofsblaðið

28.03.2018

Orlofsblaðið fyrir 2018 er komið hér inn, einnig mun það verða sent í pósti til allra félagsmanna 

/skrar/orlofssblad-2018/Samflotsbladidorlof2018A5lok1bls002.pdf

Rafræn innskráning á Orlofsvef félagsins eftir áramót

22.12.2017

Eftir áramót verður tekin upp rafræn innskráning á Orlofssíðu félagsins.  Félagsmenn skrái sig inn í gegnum íslykilinn/rafræn skilríki.  Vefurinn er lokaður öðrum en félagsmönnum STAVEY allt um rafræn skilríki má lesa hér https://www.island.is/rafraen-skilriki/um-rafraen-skilriki/

Undirritun kjarasamnings við Ríkið

15.04.2014

Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning milli Samflots og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs er eftirfarandi: 

Breyting

27.05.2013

Unnið er að því að gera þessa síðu virka, vonandi gerist það á nokkrum dögum