Fréttir

Desemberuppbót

26.11.2018

Desemberuppbætur fyrir félagsmenn STAVEY

 

Fyrir bæjarstarfsmenn:  Á árinu 2018 kr.  113.000

Desemberuppbót er greidd 1. desember ár hvert Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal h ann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda persónuuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Hlutfall skv. þessari málsgrein er reiknað sem hlutfall af fullri vinnu (100%) í 12 mánuði á almanaksárinu af síðast gildandi persónuuppbót 


Fyrir ríkisstarfsmenn:  Á árinu 2018 kr. 89.000

Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á uppbótina reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. 

Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda uppbót í desember, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.

Félagsmenn athugið

30.07.2018

Félagsmenn athugið skrifstofa félagsins verður lokuð föstudaginn 3 ágúst og mánudaginn 6 ágúst, Gleðilega verslunarmannahelgi

Ath breyttur opnunartími á föstudaginn 8 júní 2018

07.06.2018

Lokað verður frá 10-12 en opið frá 13-15, föstudaginn  8 júní n.k

AÐALFUNDUR

22.05.2018

Aðalfundur STAVEY

Aðalfundur STAVEY verður haldinn miðvikudaginn 30. maí 2018. kl.19.30

í Eldaeyjarsal Goðahrauni

1) Venjuleg aðalfundarstörf

2) Happadrætti

3) Önnur mál

Boðið verður uppá veitingar

  

1. MAÍ

26.04.2018

1. maí verður haldinn hátíðlegur í Alþýðuhúsinu  nú eins og undanfarin ár

með kaffisamsæti og dagskrá í Alþýðuhúsinu.

Dagskrá

Kl. 14.00         Húsið opnar

Kl. 14:30         Baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu

Guðmundur Þ. B. Ólafsson eldri borgari flytur 1. maí ávarpið.

Nemendur Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina.

Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana.

Sendum félagsmönnum okkar hátíðar og baráttukveðjur í tilefni dagsins

 

 

 

 

 

 

Sumarorlofstímabilið opnar í dag þann 6 april 2018

06.04.2018

Sumarorlofstímabilið opnar á dag 6 apríl 2018

Opnað verður fyrir umsóknir á sumartímabilinu þann 6.apríl og úthlutað verður fyrir tímabilið frá 25.maí til 14.september, þann 13.apríl. Allir félagsmenn sem sóttu um fá sendan tölvupóst, hvort sem þeir fengu úthlutun eða ekki. Félagsmenn sem fá úthlutað hafa greiðslufrest til 18.apríl til að tryggja sér úthlutunina. Að öðru leiti fer rétturinn aftur til umsóknar. Vefurinn opnar síðan fyrir ,, Fyrstu kemur, fyrstur fær" þann 20.apríl.

Orlofsblaðið

28.03.2018

Orlofsblaðið fyrir 2018 er komið hér inn, einnig mun það verða sent í pósti til allra félagsmanna 

/skrar/orlofssblad-2018/Samflotsbladidorlof2018A5lok1bls002.pdf

Rafræn innskráning á Orlofsvef félagsins eftir áramót

22.12.2017

Eftir áramót verður tekin upp rafræn innskráning á Orlofssíðu félagsins.  Félagsmenn skrái sig inn í gegnum íslykilinn/rafræn skilríki.  Vefurinn er lokaður öðrum en félagsmönnum STAVEY allt um rafræn skilríki má lesa hér https://www.island.is/rafraen-skilriki/um-rafraen-skilriki/

Undirritun kjarasamnings við Ríkið

15.04.2014

Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning milli Samflots og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs er eftirfarandi: 

Breyting

27.05.2013

Unnið er að því að gera þessa síðu virka, vonandi gerist það á nokkrum dögum